hatha jóga

Kattarteygjan – að hreyfa hrygginn

Kattarteygjan (e. cat/cow pose) er ein þeirra hreyfinga sem ég geri nokkrum sinnum á hverjum einasta degi. Þessa æfingu er hægt að gera standandi eða sitjandi í stól og hún hefur alltaf góð áhrif á okkur. Reyndar er þetta ein af þeim æfingum sem allir leita í þegar þreytan sækir á. Við förum eiginlega alveg ósjálfrátt inn í hana þegar

Yoga mudra: mest fyrir minnst æfingin

Yoga mudra hefur frá upphafi verið mín uppáhaldsæfing. Ekki vegna þess að hún sé svo grand, flott eða erfið. Heldur vegna áhrifanna sem hún kallar fram í líkamanum. Meðan ég var enn að vinna í skrifstofustarfi, var þetta æfingin sem ég laumaðist til að gera þegar enginn sá til. Og áhrifin voru ótvíræð, það er hægt að segja að þetta

Áhrif líkamsstöðu á sjálfstraust

Með reglulegri ástundun jóga má bæta útlit á einfaldan hátt með því að betrumbæta líkamsstöðuna. Í jógatímum teygjum við á vöðvum sem eru stífir og stuttir og styrkjum vöðva sem eru langir og linir. Þannig að smám saman breytum við líkamsstöðunni til hins betra, en lífsstíll okkar hefur neytt okkur niður í ákveðna stöðu með tímanum. Við erum flest að

Ert þú í jafnvægi?

Jafnvægi er aðalinntak jóga. Orðið sjálft merkir: sameining eða að sameina. Iðkunin felst í að sameina og samræma hreyfingu og öndun, hugsun og aðgerð, styrk og liðleika. Þannig er unnið að jafnvægi á öllum sviðum. Það er jóga. Það er þó enn útbreiddur misskilningur að eingöngu sé einblínt á teygjuæfingar í jógatímum. Margir segja við mig að það þýði ekkert

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com