Hlauparateygjur

Hlauparateygjur, hvað er nú það?

Fyrr á þessu sumri birti ég færslu um gildi jógaæfinga fyrir hjólara, og bauð upp á skjal til niðurhals með góðum teygjuæfinga fyrir hjólara. >Smelltu hér< til að ná þér í teygjur fyrir hjólara

Þörfin var augljóslega til staðar og nú birti ég með sama hætti samskonar færslu fyrir hlaupara.

Má ég kynna hlauparateygjur:

Hlauparateygjur gegn meiðslum!

Ég er sjálf búin að stunda hlaup af og til í gegnum árin og bæði átt góð ár og verið meiðslalaus, og einnig ár sem hafa einkennst af meiðslum og leiðindum. Ég er nokkuð viss um að allir hlauparar sem lesa þetta tengja við slíkt ferli.

Góðu árin mín, hafa þó eitt sameiginlegt – og það er, ótrúlegt en, satt: Meira jóga! Þess vegna hef ég sett saman bestu æfingarnar mínar eftir hlaup; hlauparateygjur gjörið svo vel!

Því meira jóga og því meira sem ég hugsa um mýktina á móti höggunum sem líkaminn verður fyrir á hlaupunum, því betur gengur mér að hlaupa. Hlaup geta nefnilega verið frábær hugleiðsluaðferð.

Skráðu þig fyrir skjalinu hér 

Smelltu >hérna<

Eða smelltu á myndina

Og svo sjáumst við bara í Reykjavíkurmaraþoni um helgina!

Heyrumst fljótlega,

Eygló
Hlauparateygjur