Um Eygló

Eygló Egils

Eygló kynntist jóga fyrst í æsku í gegnum móður sína sem stóð fyrir því að fá þekkta íslenska jógakennara til að koma og halda námskeið úti á landi þar sem fjölskyldan bjó.

Áhuginn kviknar …

Það var þó ekki fyrr en sumarið 2008 sem Eygló fór sjálf að stunda jóga og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár.

“Tilfinningin var bara of góð til að gera það ekki!”

Eygló hefur því stundað jógakennslu frá 2009. Árið 2013 stofnaði hún svo Jakkafatajóga með það að markmiði að koma hreyfingu inn í daglega dagskrá almennings og þannig útrýma kyrrsetukvillum. Meira um Jakkafatajóga hérna.

Eygló leggur ríka áherslu á að leiða tíma með æfingum sem hjálpa til við að leiðrétta ranga líkamsstöðu: flest sitjum við of mikið og gerum of einhæfar hreyfingar. Hún einblínir á styrktaræfingar, liðleikaæfingar, öndun og slökun – allt í góðum hlutföllum.

Umsagnir frá iðkendum má finna hér

 

Meira um Eygló:

Stofnandi og eigandi Jakkafatajóga á Íslandi (2013)
Stofnandi og eigandi Yoga með Eygló (2009)

Rekstur og þjálfun Metabolic í Árbæ (2013-16)

2012 ÍAK einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis
2009 Jógakennari frá Guðjóni Bergmann
2006 Viðskiptafræðingur BSc frá Háskóla Íslands

Ýmis námskeið frá 2012 í þjálfun m.a.:
2014 Hraðaþjálfun hjá Ian Jeffries á vegum Keilis
2013 Training For Warriors level 1 og 2 hjá Martin Rooney
2013 Hraðaþjálfun hjá Martin Rooney
2012 REHAB traner essentials og master á vegum Kine Academy

Ýmis námskeið frá 2009 í jóga m.a.:
2014 Jóga fyrir börn, námskeið á vegum JKFÍ, kennari Eva Þorgeirsdóttir
2012 Stöðuleiðréttingar (Yoga Shala, Reykjavík)
2011 Thai yoga massage / jóganudd (Chang Mai, Thailandi)

Stjórnarmeðlimur Jógakennarafélags Íslands 2012-2014

Sjálfstætt starfandi einkaþjálfari frá 2012
Sjálfstætt starfandi jógakennari frá 2009

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com