Einkatímar í jóga

Einkatímar

Einkatímar í jóga (Thai yoga massage) hafa sama tilgang og aðrir jógatímar: að auka vellíðan og bæta heilsu viðtakandans. Með aðstoð jógakennarans og markvissri öndun er hægt að komast dýpra í jógateygjur en áður. Unnið er kerfisbundið með allan líkamann, ávallt með vellíðan viðtakandans í huga.

Viðtakandinn, sem er fullklæddur, hefur það eina hlutverk að slaka á, líkt og í nuddtíma. Eygló Egils, jógakennari færir  viðkomandi til, hreyfir hann mjúklega inn í hinar ýmsu jógastöður. Þannig fær viðtakandinn góðar teygjur og slökun.

Úr verður sérstakur jógatími; jógaflæði tveggja, þar sem annar er slakur og hinn er virkur.

>>Lesa meira um Thai nudd hérna<<

Þessir einkatímar eru fyrir þá sem vilja auka liðleika, minnka streitu og njóta einstakrar upplifunar.

Tímarnir fara fram í húsnæði Heilsu og spa við Ármúla 9 í Rvk (Gamla Broadway) – gengið inn á neðri hæð

Hafðu samband strax í dag, eða sendu tölvupóst: eyglo@jakkafatajoga.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com