„Jóga fyrir hvíta lata manninn“

Fyrir þann lata …

Thailendingar gera óspart grín að ríkum vesturlandabúum se nenna ekki í jóga en kaupa sér einstaklingsmeðferð í jóga. Þeir kalla það „Jóga yrir hvíta lata manninn“ og þrátt fyrir grínið er þetta eitthvað sem mér hefur alltaf þótt spennandi og skemmtilegt viðfangsefni. Þess vegna fór ég í námsferð til Thai

lands árið 2011 og lærði það sem kallast Jóganudd eða Thai Yoga Massage.

Sá sem kaupir sér svona tíma hefur það eina hlutverk að slaka á, líkt og í nuddtíma, en jógakennarinn sér um að færa viðkomandi til, hreyfa hann inn í og út úr jógastöðum og teygja á honum í leiðinni.

Jóga fyrir hvíta lata manninn

 

Tilgangurinn er vellíðan

Thailendingarnar sem ég kynntist, gerðu reyndar góðlátlegt grín að þessum einkatímum með því að kalla þá „jógatíma fyrir hvíta lata manninn“, því í þeirra heimkynnum voru það helst ríkir ferðamenn sem sóttu í þessa einkatíma. Tilgangur þessara einkatíma er sá sami og með annarri jógaiðkun; að auka vellíðan og bæta heilsu. Með aðstoð jógakennarans og markvissri öndun er hægt að komast dýpra í teygjur en áður. Unnið er kerfisbundið með allan líkamann, ávallt með vellíðan viðtakandans í huga.

 

 

 

Jóga fyrir hvíta lata manninn

 

 

 

Bókanir

Jóga fyrir hvíta lata manninn

Nú tek ég á móti einstaklingum í jógasal í Víkurhvarfi 1, við erum í hlýlegum sal þar sem minimalisminn ræður ríkjum.  Þar tek ég á móti fólki sem kýs þessa einkatíma í jóga annaðhvort í staðinn fyrir, eða sem viðbót við aðra þjálfum. Engin þörf er á kunnáttu í jóga fyrir þessa tíma.Við notum stóra jógadýnu og höfum gott gólfpláss. Nóg af púðum og teppum til að aðstoða við slökun og gera upplifunina sem besta fyrir viðtakandann.

Bókanir ásamt ítarlegri upplýsingum um Jóganudd og Eygló jógakennara má finna hérna hérna

 

 

Ítarlegri upplýsingar og skráning hér eða á tölvupósti: eyglo@jakkafatajoga.is

Eygló Egils
Jógakennari
ÍAK einkaþjálfari