Slökunarjóga

Slökunarjóga

Við erum svo dugleg í að virkja, spenna og nota líkamann í daglegu lífið að það er orðin raunveruleg áskorun fyrir okkur að slaka á – án þess að sofna. Markmiðið með slökun er ekki að sofna, það er samt allt í lagi. Það bendir til þess að líkaminn þurfi svefn og það er GOTT að veita líkamanum það sem hann þarf.

Kennari í öllum tímum: Eygló Egils

Í þessum tímum er markmiðið að hreyfa sig mjúklega, hlusta á líkamann og leyfa sér að sleppa taki á öllum öðrum verkefnum rétt á meðan. Á meðan slökuninni stendur gengur Eygló á milli allra í salnum og gefur hverjum og einum herðanudd. Það dýpkar slökun og eykur vellíðan, ef einhver vill alls ekki fá herðanudd er sjálfsagt að verða við því. Handtökin sem Eygló notar lærði hún í Thailandi og þau eru hluti af Thai massage meðferðinni sem hún veitir. Lestu meira um thai nudd hérna. Markmiðið með slökunarjóga er alltaf að allir fari endurnærðir heim eftir tímann.

slökunarjóga

Hvernig þarf ég að undirbúa mig fyrir slökunarjóga?

  • Bókaðu dýnu á netinu – það komast yfirleitt færri að en vilja. Með þessu forðumst við að einhver komi fýluferð.
  • Greiðsla þarf að eiga sér stað fyrir tímann. Þegar þú hefur bókað dýnu, færðu upplýsingar næstu skref varðandi þetta.
  • Mættu tímanlega, amk 10 mínútum fyrir tímann.  Þannig geturðu gengið frá skóm og yfirhöfn án þess að vera í stressi.
  • Komdu í þægilegum fötum sem hefta ekki hreyfingu þína, þannig nýturðu þín best á jógadýnunni.
  • Vertu vel klædd/ur – svo þú getir dúðað þig á leiðinni heim. Þannig heldurðu lengur í góðu og notalegu slökunartilfinninguna.

slökunarjóga

Uppbygging tímans er nokkurnveginn svona:

  • 25 mín liðkandi og notalegar jógaæfingar
  • 15 min öndunaræfingar
  • 25 mín slökun

Engin þörf er á fyrri reynslu eða þekkingu í jóga. Tíminn hentar öllum, líka þeim sem eru stirðir og sérstaklega þeim sem eru stressaðir!

Átt þú jógastúdíó?

Vilt þú fá Eygló í heimsókn með þessa tíma?

Hafðu samband eða sendu tölvupóst á eyglo@jakkafatajoga.is

 

Sjáumst í salnum

-Eygló

Næsti slökunarjógatími

10. feb, sunnudag
Kirkjulundi 19, Gbæ
Húsnæði merkt G-fit

kl 12:30

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com