Jóga í flæði

Hatha_vinyasa

Eygló Egils kennir jógatíma sem innihalda hefðbundið jóga með áherslu á flæði milli æfinga (Hatha_vinyasa). Helstu áherslur í æfingavali í jógatímum miða að því að vinna gegn lífsstílskvillunum og áhrifum þeirra sem svo margir glíma við. Iðkendur eru einnig hvattir til að taka með sér jákvæða lífsspeki og/eða viðhorf út í daginn að tíma loknum.

Hægt er að kaupa sig inn í jóganámskeið alla önnina, einn mánuð eða klippikort. Allt eftir því hvað hentar þér best.

Þessir jógatímar eru fyrir alla þá sem vilja auka styrk, bæta liðleika og minnka streitu.

Kennt er í húsnæði Heilsu og spa, Ármúla 9, fyrstu hæð. Í sama húsi og Hótel Ísland.

Hefurðu einhverjar spurnignar?

Hafðu samband strax í dag, eða sendu tölvupóst: eyglo@jakkafatajoga.is

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com