Umsagnir

Gef Eygló fullt hús stiga. Alltaf jafn uppbyggilegt að koma til hennar, maður mætir lúinn og snúinn í tíma en svífur út í algjöru jafnvægi og fullur af friði og ró.

-Hólmfríður Guðmundsdóttir

annathora

Partner tíminn er yndislegt tækifæri til að dýpka tilfinningalega nánd og tengjast félaga sínum. Nærvera Eyglóar er nærandi og ljúf, sem gerir þessa upplifun einstaka.

-Anna Þóra Ísfold

Heiðbrá

Eygló hefur sérstaklega góða nærveru. Hún er örugg og veit nákvæmlega hvað hún er að gera sem leiðir til þess að þú finnur að þú ert í traustum höndum. Paratíminn var virkilega skemmtilegur og frábær leið fyrir pör að gera eitthvað öðruvísi saman.

-Heiðbrá Björnsdóttir

omar

Jógatímar hjá Eygló eru töfrum líkastir, kyrrðin og róin sem umlykur salinn nær fljótt til þín og leiðsögn Eyglóar gerir það að verkum að einbeitning og athyglin verður á sjálfum þér og dýnunni.  Rúsínan er svo hvíldin í lokin.  Kemur út úr tímunum sem feskur mango.

Teygjur og nudd hjá Eygló – Hef verið að leita af samblandi af íþróttanuddi og teygjum til að taka á bólgum í vöðvafestum, eymslum í hásin og ekki síður stífleika eftir átök – en ekki lengur.  Einstakur nudd/teygjutími hjá Eygló þar sem virkilega tekið er á og þú ert eins og nýhlaðin rafhlaða eftir.

-Ómar Svavarsson

bergljot

Mæli með öllu sem Eygló gerir, hvort sem það er jóga, slökunarjóga eða jóganudd. Hún er svo heil í gegn en jafnframt óvæmin og eðlileg.
-Bergljót Inga Kvaran

hrafnhildur
Ég var svo heppin að vinna mánuð í yoga hjá Eygló. Ég var alltaf á leiðinni að drífa mig tíma en hafði mig aldrei í það. Þessir tímar eru algert æði og ég vil alls ekki missa af tíma því mér líður frábærlega eftir á. Ég er einstaklega mikill stirðbusi og með slæma öxl en Eygló passar vel uppá þig í tímanum, að þú ráðir við æfinguna og sért örugglega að gera hana rétt, líkaminn er undirbúin vel fyrir æfingarnar sjálfar og maður lærir alltaf eitthvað nýtt til að taka með sér.
Ég er eftir nokkra tíma farin að finna mun á mér og ekki frá því að vera bæði orðin léttari á mér, bæði á líkama og sál.
Svo passar Eygló líka uppá það að minna þig á tímana sem hentar mjög vel fyrir utangátta manneskju eins og mig.
Ég mæli 100% með þessum tímum fyrir alla sem hafa áhuga en vita ekki hvar þeir eiga að byrja.
-Hrafnhildur Blöndahl Arngrímsdóttir
magndis
Mér finnst uppsetning á tímunum góð, góð uppbygging að aðal flæðinu og/eða stóru æfingunum. Æfingavalið finnst mér gott, Eygló góð að lesa hópinn og kemur með hæfilega mikla áskoranir handa okkur. Gott að fá áskorun til að halda manni á tánum 😉 þrátt fyrir að þetta séu hóptímar upplifi ég að þeir séu einstaklingsmiðaðir, kennari gengur á milli og aðstoðar mann betur í stöðurnar og ef staðan hentar ekki viðkomandi fær maður leiðbeiningar um hvað er hægt að gera í staðinn.
Yfirleitt byrjar tíminn á smá Yogafræði fræðslu sem mér finnst frábært! Fá að kynnast yoga betur og aðeins dýpra…ég er búin að komast að því að heilinn er aðal vöðvinn sem við eru að þjálfa með yoga – aukinn líkamlegur styrkur er bara plús! 🙂
Hef prófað yoga á nokkrum stöðum og get svo sannarlega mælt með Yoga með Eygló. 🙂
-Magndís Blöndahl Halldórsdóttir
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com