Áhrif líkamsstöðu á sjálfstraust
Með reglulegri ástundun jóga má bæta útlit á einfaldan hátt með því að betrumbæta líkamsstöðuna. Í jógatímum teygjum við á vöðvum sem eru stífir og stuttir og styrkjum vöðva sem eru langir og linir. Þannig að smám saman breytum við líkamsstöðunni til hins betra, en lífsstíll okkar hefur neytt okkur niður í ákveðna stöðu með tímanum. Við erum flest að glíma við það sama, enda sitjum við flest of lengi dags og hreyfum okkur ómarkvisst.
Líkamsstaðan okkar hefur svo ómeðvituð áhrif á líðan okkar, framkomu og viðmót annara í okkar garð – og það allt án þess að við hugsum um það! Þar er undirmeðvitund okkar að vinna.
Tökum einfalt og skýrt dæmi: Sá sem er hokinn í baki og horfir niður í gólf á meðan hann gengur er annaðhvort niðurdreginn eða hefur lítið sjálfstraust. Að sama skapi er sá sem gengur roskinn um og rösklega og mætir hverjum sem á vegi hans verður með brosi, líklega öruggur með sig og glaður.
Það eru hinsvegar til flóknari dæmi en þetta hér að ofan, í TED-fyrirlestrinum hér fyrir neðan (sjá hlekk) lýsir Amy Cuddy því hvernig við getum eflt sjálfstraust okkar með einföldum æfingum (e. Power posing). Það þarf ekki annað en að halda ákveðinni stöðu í tvær mínútur til að breyta hormónaflæði líkamans á þann hátt að við trúum því sjálf að við séum sterkari, öruggari og áhrifameiri. Tvær mínútur er allt sem þarf!
Fake it until you become it
Ertu á leið í starfsmannaviðtal eða þarftu að eiga erfitt samtal við vinnufélaga eða yfirmann? Prófaðu þessa tækni og það er aldrei að vita hvaða krafta þú gætir leyst úr læðingi.