Brjóstvöðvateygja sem breytir öllu

Brjóstvöðvateygja getur haft gríðarlega góð áhrif á allan líkamann. Eins og ég hef áður skrifað um, þá er líkaminn bara sterkari en veikasti hlekkurinn.

Lesa meira um það hér: Veikasti hlekkurinn.

Regluleg brjóstvöðvateygja þarf ekki að taka langan tíma og getur haft gríðarlega góð áhrif á allan líkamann, förum aðeins yfir þetta:

Hvað, hvernig og hversu lengi…

1. BrjóstvöðvarnirBrjóstvöðvateygja

Framan á brjóstkassanum eru vel stífir hjá okkur flestum. Við erum öll að glílma við sömu eða svipaða kvilla vegna lífsstílsins: Við sitjum, stöndum og göngum meira hokin en okkur er hollt. Til að mynda hefur snjallsímabyltingin aukið heldur betur á þetta. Síminn er venjulega í kjöltunni og við horfum langtímunum saman á skjáinn. Brjóstvöðvar syttast, haka sígur niður í bringu og axlir ganga fram og herðablöð þrýstast í sundur.

2. Olnbogi upp við vegg og í hærri stöðu en öxl

Komdu þér fyrir upp við vegg eða í dyragætt. Virkjaðu kviðvöðvana og hallaðu þér svo fram þangað til þú færð teygju á brjóstvöðvann. Haltu andardrættinum hægum/djúpum allan tímann og slakaðu vel á hinum handleggnum og öxl.

3. Einungis hálf mínúta gerir gæfumuninn

Með því að halda stöðunni í 30 sek hefur þú þegar breytt vöðvanum til langframa. Inn á þetta hef ég komið í fyrri pistlaskrifum.

Lesa meira um það hér: Ert þú í jafnvægi?

Haltu teygjunni í 30 sek á hvorri hlið og þú finnur muninn!

Brjóstvöðvateygja gegn lífstílskvillum og …

Með því að teygja á í 30 sek hefur þú náð að lengja vöðvann varanlega! Þetta þykir mér ótrúlega merkilegt! Vöðvinn er hins vegar alveg jafn móttækilegur fyrir breytingum í hina áttina. Þannig að ef þú situr, stendur og gengur hokinn í baki allan daginn. Þá hefur teygjan lítið að segja. Við þurfum að teygja oftar yfir daginn og minna okkur á að sitja ekki, standa eða ganga hokin.

Þannig vinnum við gegn lífsstílskvillum. Því bætt líkamsstaða með lengingu á brjóstvöðvum leiðréttir ekki bara stöðu á öxlum, heldur léttir á spennu í bakinu öllu og hálsinum. Og það sem meira er að við fáum pláss til dýpri öndunar. Lungun geta því starfað betur og ef við nýtum okkur það með dýpri öndun mun meira súrefni (orka) flæða um allan líkamann, vöðva og líffæri og hjartað getur sinnt hlutverki sínu betur með færri slögum (minna álag á hjarta).

Lestu meira um dýpri öndun hérna: Andaðu dýpra!

Það er því til mikils að vinna.

Nú er komið að þér!

Líklega situr þú núna. Ég skora á þig að standa upp og framkvæma þessa einföldu teygju. Allt sem þarf til er veggur og ein mínúta!

Það er bara til eitt  eintak af þér. Farðu vel með það.

 

Aðstoð?

Viltu fá aðstoð kennara? Bókaðu Jakkafatajóga á vinnustaðinn eða bókauð þig í jóga með Eygló á kvöldin í Víkurhvarfi 1, Kópavogi.