NÝTT – jóga í hádeginu

Skráning stendur yfir

Skráning í kvöldtíma í jógaflæði standa nú sem hæst og nú eru bara örfá pláss eftir í september. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hið fyrsta til að tryggja sér dýnu í salnum.

í tímunum kennir Eygló hefðbundið jóga með áherslu á flæði. Æfingarnar eru sérstaklega valdar með það að leiðarljósi að styrkja veikleika sem myndast við lífsstíl nútímans. Flest erum við að glíma við sömu lífsstílskvillana og saman spornum við gegn áhrifum þeirra í þessum tímum.

Hægt er að tryggja sér dýnu alla önnina, í einn mánuð, eða líta við í stakan tíma. Allt eftir því hvað hentar.

Jóga

Nýtt – jóga öll föstudagshádegi!

Vegna eftirspurnar höfum einnig verið ákveðið að bjóða upp á hádegisjóga einu sinni í viku. Það verður þá hún Selma Birna sem leiðir tíma á föstudögum frá kl 12:10-13. Tíminn er sérstaklega sniðinn að þeim sem eru að gera hlé á vinnudegi sínum, en henta öllum. Æfingarnar vinna allar gegn lífsstílskvillunum og þannig spornum við gegn neikvæðum áhrifum rangrar líkamsstöðu og langvarandi setu. Meira um hádegisjóga hérna.

Hægt er að kaupa aðgang að tímunum, mánuð í senn eða líta við í stakan tíma. Allt eftir því hvað hentar.

Opin vika í jóga

Í lok ágúst verður opin vika hjá okkur í alla tíma. Hægt er að koma í einn eða alla tíma, en það þarf að skrá sig sérstaklega í hvern og einn tíma.
Með þessu móti er hægt að máta tímana við daglega lífið og rútínuna. Við hvetjum alla áhugasama til að koma og prófa – allir eru velkomnir!

Dagskráin okkar er svona:

29. ágúst. Þri 19:30-20:30 Jógaflæði

31. ágúst. Fim 19:30-20:30 Jógaflæði

1. sept. Fös 12:10-13:00 Hádegisjóga

1. sept.Fös 19:30-20:30 Slökunarjóga

Skrá mig hér: Skrá mig í tíma í opinni viku

 

Ef einhverjar spurningar vakna má alltaf hafa samband hér, eða senda tölvupóst á Eygló: eyglo@jakkafatajoga.is  eða Selmu: selma@jakkafatajoga.is

Við hlökkum til að sjá ykkur í jóga!