Frítt í jóga – fyrir þig og vin/vinkonu
„Frítt í jóga fyrir þig og vin/vinkonu“ er heiti á herferð sem ég setti af stað í haust sem lið í að gefa mér tækifæri til að gefa aðeins meira af mér. Senda góða strauma út í kosmósið, því ég hef alltaf upplifað að því meira sem ég gef (hvort sem það er fjármagn, athygli eða leiðsögn), því meira fæ ég til baka. Ef þú hefur einhverntíman heyrt talað um lögmál aðdráttaraflsins (Law of attraction), þá veistu hvað ég er að meina.
Viðtökurnar voru ótrúlegar!
Það verður bara að segjast, að þegar eitthvað er frítt, þá auðvitað verður það vinsælt!
En það sem mér fannst skemmtilegast að sjá í kommentunum sem fólk skrifaði undir myndina var að þarna var augljóst tækifæri fyrir góða samveru. Þarna mátti lesa komment þar sem góðar vinkonur og vinir voru að skora á hvert annað og vonast eftir að fá samverustund í jóga að launum. Talandi um að fá tilbaka, að þarna fannst mér ótrúlega skemmtilegt að sjá fiðrildaáhrifin koma í ljós (butterfly effect) og magnað hvað ein hugsun hjá mér gat hreyft við mörgum.
Með þessu fór þessi herferð upp á alveg nýtt plan í mínum augum, gjöf sem ég hafði hugsað til að láta mér líða ennþá betur með mína samvisku. Var að skila sér í betri tengslum milli fólks sem ég þekki ekki einu sinni!
„Vil alls ekki missa af tíma“
Vinningshafar í fyrsta „frítt í jóga“ leiknum voru frænkurnar Hrafnhildur og Magndís.
Þær komu samviskusamlega saman í tíma í október og hér má sjá þær vel slakar eftir einn tímann.
Þetta er það sem Hrafnhildur hafði að segja eftir mánuðinn:
Ég var svo heppin að vinna mánuð í yoga hjá Eygló. Ég var alltaf á leiðinni að drífa mig tíma en hafði mig aldrei í það. Þessir tímar eru algert æði og ég vil alls ekki missa af tíma því mér líður frábærlega eftir á. Ég er einstaklega mikill stirðbusi og með slæma öxl en Eygló passar vel uppá þig í tímanum, að þú ráðir við æfinguna og sért örugglega að gera hana rétt, líkaminn er undirbúin vel fyrir æfingarnar sjálfar og maður lærir alltaf eitthvað nýtt til að taka með sér.Ég er eftir nokkra tíma farin að finna mun á mér og ekki frá því að vera bæði orðin léttari á mér, bæði á líkama og sál.Svo passar Eygló líka uppá það að minna þig á tímana sem hentar mjög vel fyrir utangátta manneskju eins og mig.Ég mæli 100% með þessum tímum fyrir alla sem hafa áhuga en vita ekki hvar þeir eiga að byrja.
Nú er komið að þér!
Nóvember er á næsta leiti og þá langar mig að gleðja fleiri með ókeypis mánaðaráskrift.
- smelltu like við FB síðu Yoga með Eygló
- skrifaðu komment undir myndina á FB
- taggaðu þann eða þá sem þú vilt fara með í jógatíma
- smelltu á myndina til að komast beint á póstinn
Aðstoð?
Viltu fá aðstoð kennara?
Bókaðu Jakkafatajóga á vinnustaðinn eða bókaðu þig í jóga með Eygló á kvöldin í Víkurhvarfi 1, Kópavogi.
Fílar ekki Facebook?
Komdu heldur á póstlistann okkar.