Úr hreyfingu yfir í stóla
Líkaminn okkar er hannaður fyrir hreyfingu. Mikla hreyfingu!
Miklu meiri hreyfingu heldur en flestir gefa honum. Í gegnum þróunarsöguna var það einmitt það sem við gerðum – hreyfðum okkur mikið!
En einhversstaðar á leiðinni fór eitthvað pínulítið úrskeiðis hjá okkur og nú teljast margar milljónir manna í heiminum til kyrrsetufólks.
Meiri hreyfingu
Kyrrsetukvillarnir eru margskonar og misalvarlegir. Þeir allra vægustu valda óþægindum og verkjum, þeir allra alvarlegustu valda óafturkræfum skemmdum á stoðkerfi og efnaskiptum líkamans. Þetta er ekki lengur neitt grín, því kyrrsettan getur á endanum leitt til ótímabærs dauðdaga.
Til að teljast vera kyrrsetumanneskja þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Atriði nr. 1, 2 og 3 er að sitja í að minnsta kosti 12 klst á dag.
Nú hugsar þú örugglega:
ÉG sit ekki svona lengi – ég vinn bara 8 klst á dag. Ekki satt?
Þetta getur ekki komið fyrir mig!
Stól fyrir stól
Staðreyndin er því miður sú að við sitjum öll allt of mikið. Förum yfir nokkuð hefðbundinn dag hjá fullorðnum einstaklingi sem starfar á skrifstofu. Viðkomandi situr…
- við morgunmatinn
- í bíl áleiðis í vinnuna
- við skrifborð í vinnunni
- við matarborðið í hádeginu
- við skrifborðið í vinnunni
- í bíl á leið heim að loknum vinnudegi
- við kvöldmatarborðið
- í sófanum um kvöldið
Hljómar þetta kunnuglega?
Með venjubundinni hreyfingu
Allar hreyfingar sem þú gerir yfir daginn skipta máli fyrir þína heilsu og vellíðan. Þess vegna er svo mikilvægt að venja sig á góðar hreyfingar sem part af venjubundinni rútínu. Ég sjálf stíg til dæmis aldrei upp úr rúminu, nema vera fyrst búin að framkvæma ákveðnar hreyfingar frá toppi til táar.
Þannig að ef þú færð til dæmis verk í öxlina alltaf þegar þú gerir armbeygju eða bekkpressu, er líklegra að staðan sem þú situr í við skrifborðið hafi meira um verkinn að segja heldur en æfingin sjálf (armbeygjan eða bekkpressan).
Meira að segja hreyfingar sem þú hugsar aldrei um, en gerir oft á dag, hafa mikið um það að segja hvernig og hvers vegna þér líður á ákveðinn hátt í líkamanum.
Eins og til dæmis:
- hvora skálmina þú klæðir þig fyrst í
- hvorn sokkinn þú klæðir þig fyrst í
- hvor fóturinn tekur fyrstu tröppuna á leiðinni upp/niður stiga
Hreyfingar sem við gerum yfirleitt alveg óafvitandi, eins og þessar hér að ofan, geta yfir langan tíma búið til örlitla skekkju í líkama okkar. Slíkt mun hafa áhrif um allan kropp. Því eins og ég hef áður skrifað um hér í pistlunum, er kroppurinn okkar bara eins og keðja. Og eins og allar keðjur, er okkar líkams-keðja bara jafn sterk og veikasti hlekkur hennar
Lesa meira um það hér: Veikasti hlekkurinn
Láttu þér líða vel
Með aukinni athygli og vitund getum við aukið skilning okkar á hegðun og venjum í daglega lífinu. Til að breyta venjum, þurfum við fyrst að vita hver staðan er. Fyrst þá getum við tekið lítil skref í átt að betri líðan og bættri heilsu.
Næstkomandi mánudag, þann 13. nóvember, mun Eygló hjá Jakkafatajóga standa fyrir námskeiði í samvinnu við Heilsu og Spa. Námskeiðið ber einmitt yfirskriftina „Láttu þér líða vel“.
Á námskeiðinu förum við yfir
- Daglega rútínu, kyrrsetutíma og daglegar venjur okkar
- Nokkrar góðar ástæður fyrir meðvitaðri hreyfngu á vinnutíma
- Förum einnig í Jakkafatajóga-tíma og slökun
- Eftirfylgni út vikuna með tölvupóstum og í lokuðum FB hóp
- Slökunarjógatími á laugardegi
- Aðgangur í spaið hjá Heilsu og spa fylgir báða dagana
- Mánudagur 13. Nóv kl 18-19:30
- Laugardagur 18. Nóv kl 10:30-11:30
- Skráning: heilsaogspa@heilsaogspa.is
eða í síma 595-7007 - Heildarverð: 6.000,-
Lestu meira um námskeiðið hérna.
Fyrir hverja
Þetta námskeið er fyrir alla þá sem vilja læra aðeins betur inn á líkama sinn með hjálp einfaldra æfinga.
Þetta námskeið er byggt á aðferðunum sem virka svo vel í Jakkafatajóga tímunum og hafa fyrir löngu sannað gildi sitt hjá iðkendum. Nema að nú förum við örlitið dýpra í ástæðurnar að baki og þátttakendur fá tækifæri til að endurskoða daglegar venjur útfrá hreyfiþörf líkamans.
Hentar vel þeim sem þekkja Jakkafatajóga og vilja bæta aðeins við þekkinguna þaðan. Einnig gott fyrir þá sem vilja kynnast Jakkafatajóga.