30 daga jógaáskorun

30 daga jógaáskorun

Er loksins komin í loftið! Þessi jógaáskorun hefur verið lengi ofarlega í huga og eitt þeirra verkefna sem hefur klárlega verið OF lengi á to-do listanum hjá mér.  Ég býst við að ég hafi ekki sett þetta nógu ofarlega í forgangsröðunina fyrr en nú – meira um það efni á degi 11!

Smelltu á myndina!jógaáskorun

Ég er búin að leggja hug og hjarta í þetta verkefni og vona að þú komir til með að njóta afrakstursins. Ég naut þess í botn að búa þetta til og kem pottþétt til með að búa til fleiri svona vefnámskeið í framtíðinni.

Innifalið í vefnámskeiðinu

  • 30 einfaldar æfingar útskýrðar í máli, myndum og myndböndum
  • Daglega orðsendingu frá mér í tölvupósti
  • Ævi-aðgang að öllu efninu í gegnum vefinn
  • Hægt er að hlaða öllu efninu niður:
    • öllum myndböndum: fleiri en 30 myndbönd
    • öllum skjölum: tæplega 70 bls af jógaútskýringum með myndum
  • Follow up símtal við Eygló í lokin

Skráðu þig í jógaáskorun

Þetta er vefnámskeið sem mun aðstoða þig við að búa til góðar jógavenjur á 30 dögum. Engin þörf á sérstökum jógabúnaði eða fatnaði. Engin þörf á þekkingu á jóga. Fylgdu bara fyrirmælunum mínum með fyrsta kaffibolla dagsins og þú ert í góðum málum. Einfaldara verður það ekki!

Skráðu þig hérna: https://jakkafatajoga.teachable.com/

Sjáumst á námskeiðsvefnum!
Kveðja, Eygló