Veiki hlekkurinn
„Keðjan er bara jafnsterk og veikasti hlekkur hennar“
Við höfum kannski heyrt þetta, en hvað þýðir þetta nákvæmlega í þjálfunarfræðilegu samhengi?
Veiki hlekkurinn
Kroppnum okkar má líkja við keðju af mörgum, misstórum og samhangandi hlekkjum. Þetta er hreyfikeðjan okkar og allir hlekkirnir gegna mismunandi hlutverkum. Allir hlekkirnir og hlutverk þeirra (stór sem smá) gegna jafn miklu hlutverki í að viðhalda hreyfikeðjunni og halda henni gangandi.
Sé vel hugsað um keðjuna mun hún einnig líta vel út og sjá til þess að við framkvæmum okkar líkamlegu hreyfingar hratt og vel. Það er hins vegar mjög auðvelt og algengt að einblína á ákveðna hlekki í keðjunni sinni umfram aðra.
Keðjan í ójafnvægi
Með tímanum búum við til óhjákvæmilega til ójafnvægi í keðjunni okkar og líkamanum. Þannig uppskerum við fyrst og fremst verri líkamsstöðu og líkamsburð, við nýtum orkuna okkar verr. Hreyfingarnar okkar verða óhakvæmar og rangar og það sem meira er… við getum skapað meiðsli í líkamanum. Meiðsli sem getur verið erfitt að vinna sig úr aftur.
Hvers vegna og hvað er til ráða?
Staðreyndin er sú að nútímalífsstíll er yfirleitt ekki að gera okkur neinn greiða. Langvarandi steur og einhæfar hreyfingar ýta undir ójanfvægið sem var lýst hér að ofan. Þannig gleymum við oft að hugsa um þessa minnstu, en þó mikilvægu hlekki í keðjunni okkar.
Í jógatímum beinum við oftar en ekki athyglinni að litlu vöðvunum sem liggja dýpra og sinna vinnu á bakvið stóru og sterku vöðvana og styðja einmitt við þá. Án þeirra gætu stóru, sterku vöðvarnir ekki framkvæmt stóru flotttu hreyfingarnar. Hugum að allri keðjunni og komum í jógatíma eða Jakkafatajóga.
-Eygló