Jakkafatajóga

JakkafatajógaHefur þú heyrt um jakkafatajóga?

Það er sniðugt fyrirkomulag þar sem jógakennarinn mætir á vinnustaðinn til þín og hópsins þíns og leiðir ykkur í gegnum æfingar sem styrkja og liðka búkinn frá tám og upp í hvirfil. Einfaldar æfingar gerðar í standandi stöðu eða sitjandi í stól, ekki þarf stórt svæði til æfinganna. Stöðurnar eru sérstaklega valdar með tilliti til þarfa skrifstofufólks.

Hvorki þarf að skipta um föt né að fara úr húsi. Það nægir að hafa fundarherbergi/matsal til æfinganna og ca 20 mínútur á lausu.

Betra en kaffibolli?

Stutt og vel skipulögð starfshlé á miðjum degi geta skilað meiru en hefðbundinn kaffitími. Með einföldum æfingum aukum við blóðflæði til heilans og helstu vöðva, það getur skilað sér í aukinni eflingu starfsfólks og meiri afköstum. Ef vinnudagarnir eru langir er tilvalið að koma með hnitmiðaða heilsurækt inn í fyrirtækið þitt.

Eygló Egils
Stofnandi og eigandi Jakkafatajóga