Skráning hafin á jóganámskeið í Kópavogi
Jóganámskeið ~ Vorönn 2018
SKRÁNING HAFIN á jóganámskeið á nýrri önn hjá Yoga með Eygló
Aldrei fleiri en 18 í salnum í hverjum tíma, komið til móts við persónulegar þarfir.
9. jan – 31. maí
Kennt á þri og fim 19:30-20:30
- Önnin: kr. 55.500
-allir aukatímar innifaldir
-10% afsláttur á jóganuddi/thai massage - Mánuður: kr. 12.000
-aukatímar innifaldir - 10 skipta kort: kr. 17.900
- Stakur tími: kr. 2.000
Hvað segja iðkendur?
Ég var svo heppin að vinna mánuð í yoga hjá Eygló. Ég var alltaf á leiðinni að drífa mig tíma en hafði mig aldrei í það. Þessir tímar eru algert æði og ég vil alls ekki missa af tíma því mér líður frábærlega eftir á. Ég er einstaklega mikill stirðbusi og með slæma öxl en Eygló passar vel uppá þig í tímanum, að þú ráðir við æfinguna og sért örugglega að gera hana rétt, líkaminn er undirbúin vel fyrir æfingarnar sjálfar og maður lærir alltaf eitthvað nýtt til að taka með sér.Ég er eftir nokkra tíma farin að finna mun á mér og ekki frá því að vera bæði orðin léttari á mér, bæði á líkama og sál.Svo passar Eygló líka uppá það að minna þig á tímana sem hentar mjög vel fyrir utangátta manneskju eins og mig.Ég mæli 100% með þessum tímum fyrir alla sem hafa áhuga en vita ekki hvar þeir eiga að byrja.-Hrafnhildur Blöndahl Arngrímsdóttir
Sjáðu fleiri ummæli hérna >>ummæli frá iðkendum<<
Skráðu þig hér
Skildur eftir nafn og netfang og taktu fram hverskonar áskrift þú hefur áhuga á.
Viltu bara prófa?
Ekki tilbúin/n að skrá þig á jóganámskeið? Ekkert mál, skráðu þig í stakan tíma hérna – innskráningar er þörf. Með þessu móti get ég skipulagt tímana vel fyrirfram og tekið vel á móti nýliðum.
Bókaðu með því að smella á myndina eða bókaðu hérna Jógatímar / Stundaskrá
Skráðu þig á póstlistann
Ekki til í að koma í jóga strax? Skráðu þig þá á póstlistann og fáðu pistla og fréttir beint í pósthólfið þitt