Ég mun aldrei…
Ég mun aldrei geta þetta
Þegar ég fyrst byrjaði að stunda jóga, fyrir um tíu árum síðan, þá komst ég í kynni við hreyfingar og stöður sem mér hafði aldrei dottið í hug að væru til. Að prófa þær var ennþá fjarlægara. Það sem meira var að stöðurnar báru allar ýmis skemmtileg og stundum framandiheiti, eins og: paradísarfugl, skjaldbaka, úlfaldi, örn, sporðdreki, eðla og kráka (svo eitthvað sé nefnt). Svo oftar en ekki leið mér eins og ég væri í leiðsögn um einhvern undarlega skemmtilegan dýragarð.
Ég get það ekki ennþá
Einhverntíman fékk ég að glugga í jógabók hjá kennara mínum, ég horfði hissa á blaðsíðurnar sem sýndu myndir af fólki í allskonar furðulegum stöðum. Stöður sem ég hélt enginn gæti eða hefði áhuga á að komast sjálfviljugur inn í!
Ósjálfrátt sagði ég við sjálfa mig í hljóði og svo aftur upphátt: Þetta mun ég aldrei geta.
Og því trúði ég – alveg þangað til ég fór í jógakennaranám og komst að því hversu auðvelt það er að vinna með líkamann, aðlaga vöðvana, taugakerfið og ekki síst: viljann. Ég stundaði jóga reglulega og fór að komast inn í stöður sem ég hélt að ég myndi aldrei ná að komast inn í. Ég fékk aukið sjálfstraust og aukna trú á mína getu og styrk. Ég fór að trúa því að ég gæti bara smám saman komist inn í allar stöðurnar í bókinni sem ég hafði skoðað hjá kennara mínum.
Ég setti mér alveg ný viðmið, og skipti út aldrei fyrir ennþá sem mikilvægasta orðið. Ég fór að segja: ég get þetta ekki ennþá. Og ég trúði því að ég gæti allt ef ég gæfi því nægan tíma.
Skellurinn
Hver er ein mikilvægasta jógastaðan fyrir jógakennara og jógaiðkanda af lífi og sál? Þær eru eflaust margar og mismuandi á milli einstaklinga, en sú sem flestir eru líklega sammála um að sé ein af þeim mikilvægustu er fyrsta jógastaðan: lótus staðan: sitjandi hugleiðslustaða.
Þetta er krefjandi staða fyrir flesta vesturlandabúa (afþví við erum alin upp við að sitja í stólum – en það er efni í annan pistil) en einkum og sér í lagi fyrir þá sem hafa ákveðna beinabyggingu í mjöðmum. Það vildi svo óheppilega til fyrir mig að ég hef þessa ákveðnu beinabyggingu í mjöðmum. Þess vegna mun ég sennilega aldrei komast inn í lótus, alveg sama hvað ég reyni og hversu lengi.
Sáttin
Það tók mig langan tíma að sætta mig við að lótus-staðan verður aldrei mín sterka hlið. Meira að segja undirbúningsstöður fyrir lótus verða líklega alltaf krefjandi fyrir minn skrokk. Það var ákveðin æfing að komast yfir þennan skell að geta ekki komist í lótus, og þær efasemdar hugsanir um hvort ég væri nógu góður jógakennari fyrir vikið. Mér tókst sem betur fer að komast yfir þetta.
Því um leið og ég leyfði mér að opna á hugsunina um ferðalagið þangað, en ekki bara niðurstöðuna. Þá varð ég sáttari við að að komast ekki inn lótusin. Það breytir litlu fyrir mig núna, því ferðalagið þangað (jógatímarnir og kennslan) er bara svo nærandi. Ferðalagið sjálft veitir mér alveg ótrúlega skemmtun og góða líðan. Það er það sem jóga gefur mér; daglega þægilega og skemmtilega hreyfingu sem gefur mér vellíðan og hraustlegt útlit.
Rosalega þætti mér gaman að geta gefið fleirum það
Góð Heilsa og spa
Kíktu á mig í tíma hjá Heilsu og spa – ég er þar alla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 19-20
Einnig opnir tímar sem ég kenni ásamt öðrum kennurum
- fös 12-12:50
- fös 17:15-18:15
- lau 11-12:15
Lestu meira um tímana mína hjá Heilsu og spa
heyrumst fljótlega,
Eygló