Saumaklúbbur hjá Heilsu og spa 3. mars

Slökunarjóga, spa og Brandson íþróttafatnaður

Mættu með saumaklúbbinn á notalegan viðburð í Heilsu og Spa og upplifðu slökunarjóga, dekur og dúndurtilboð!
Skráning hjá Heilsu og spa: 595-7007 / heilsaogspa@heilsaogspa.isslökunarjóga

Notalegt

  • 3. mars 11-14 hjá Heilsu og spa, Ármúla 9
  • Mátaðu Brandson íþróttafatnað, spjallaðu við hönnuðinn og fáðu afslátt
  • Tveir 45 mín slökunarjóga með Eygló jógakennara Yoga með Eygló 
    • Slökunarjóga 1 kl. 11:15
    • Slökunarjóga 2 kl.12:15
  • Léttar veitingar í boði veitingastaðarins Níu restaurant & bar
  • Aðgangur að spainu fylgir með kaupum á jógatíma
  • Happadrætti á staðnum
  • Verð 2.900 kr.

Svona virkar þetta

  • Þú bókar þig í annanhvorn jógatímann og færð aðgang að spainu með
  • Þú getur verið allan tímann, eða komið og farið þegar hentar
  • Þú getur komið eingöngu til að kíkja í spaið
  • Þú getur líka droppað við til að kíkja á Brandson fatnaðinn – kostar ekkert
  • Einhverntíman á síðasta klukkutímanum munum við draga upp nokkra heppna aðila í happadrættinu

Slökunarjóga ~ tímarnir

hjá Eygló hafa slegið í gegn og hafa færri komist að en vilja eftir að hún fór að bjóða þessa tíma hjá Heilsu og spa.

Engrar jógakunnáttu er þörf fyrir tímana, komdu bara í þægilegum fötum og tilbúin/n að njóta.

Ummæli iðkenda eru öll á þessa leið:

Mæli með öllu sem Eygló gerir, hvort sem það er jóga, slökunarjóga eða jóganudd. Hún er svo heil í gegn en jafnframt óvæmin og eðlileg.
-Bergljót Inga Kvaran

Sjá fleiri ummæli hér.

Brandson íþróttafötin

Eru að stimpla sig inn á Íslandi sem ein heitasta hönnunin í dag. Reynsluboltar segja að þessi íþróttafatnaður sé á pari við stærstu merkin í þessum bransa í heiminum í dag.  Smelltu hér og sjáðu fleiri ummæli.

slökunarjóga

Heilsa og spa

Er ein fallegasta heilsulind landsins með fyrsta flokks búningsaðstöðu og þurrgufu fyrir bæði kyn. Í spainu eru heitir og kaldir pottar, ásamt lítilli sundlaug þar sem hægt er að fljóta um.

slökunarjóga

Þú verður að sjá með eigin augum og upplifa kyrrðina sem þarna býr.

Smelltu hér til að komast á heimasíðu Heilsu og spa.

 

3. mars milli kl. 11-14

Skráning hjá Heilsu og spa: 595-7007 / heilsaogspa@heilsaogspa.is