Einu sinni nörd, ávallt nörd
“Þær sögðu að ég væri kannski nörd.” Svona byrjaði áhugavert samtal sem ég átti við bráðvel gefna og námsfúsa unga stúlku. Hún deildi með mér áhyggjum sem hún hafði af stöðu sinni innan bekkjarins vegna þess að henni hafði nýlega verið tjáð af einni bekkjarsystur sinni að hún væri sennilega nörd. Hún var sjálf ekki alveg nákvæmlega viss um hvað