jóga. Lengi langað. Aldrei prufað?

prófaðu

Ert þú ein/n af þeim sem langar að prófa jóga en veist ekki hvar þú átt að byrja? Það er svo margt í boði að jógaheimurinn verður næstum yfirþyrmandi: hot jóga, kundalini jóga, hatha jóga, vinyasa jóga, ashtanga jóga… og svo mætti lengi telja.

Prófaðu bara!

Besta ráðið er hreinlega að koma sér af stað og prófa! Það eru sem betur fer margar útgáfur af jógatímum og kennurum, mestu máli skiptir að bæði kennarinn og aðferðin sem hann notar höfði til þín. Þá skiptir engu máli hvaða tegund jóga þú stundar, allar leiða þær okkur á endanum að sama marki: að öðlast dýpri þekkingu á sjálfum sér.

Í Jakkafatajóga gerum við einfaldaða útgáfu af hatha jógaæfingum. Hatha jóga er samheiti yfir allar þær æfingar sem innihalda: hreyfingu á líkamanum, öndun og slökun. Á þessum þremur stoðum byggjum við upp tímana okkar og hver tími inniheldur einfaldar æfingar úr hverjum flokki.

Lítill núningstími

Ekki er þörf á að skipta um fatnað fyrir tímana, sem fara yfirleitt fram í matasal eða fundarherbergi á viðkomandi vinnustað. Við komum bæði fyrir einstök tilefni og sem námskeið yfir lengri tíma – þá komum við yfirleitt vikulega eða hálfsmánaðarlega á vinnustaðinn og leiðum jógatíma.Fyrir utan að vera heilsueflandi og hvetja til heilbrigðari lífsstils, þá hafa tímarnir sýnt gildi sitt sem gott hópefli fyrir alla starfsmenn fyrirtækja.

Þú getur bókað okkur í heimsókn til þín strax í dag! Kíktu á lausa tíma í töflunni okkar hérna.