Brimbretti og jóga á Kanaríeyjum!
Hefur þig dreymt um að læra á brimbretti?
Elskar þú jóga?
Viltu sameina þetta tvennt fyrir innan við 85 þús krónur?
Bókaðu núna með því að senda póst á info@lanzasurf.com með titilinum „Eyglo Retreat“
Bestu fríin…
…eru fríin þar sem kroppurinn fær hreyfingu, og hugurinn fær frí.
Það er ekki annað hægt en að ná hugarró í smábænum Famara á eyjunni Lanzarote í Kanaríeyjaklasanum.
Brimbretti og jóga
Brimbrettaskólinn sér um kennslu á brimbretti alla daga. Kennarar á heimsmælikvarða, hafa ferðast um allan heim og segja að ströndin í Famara sé draumastaður allra brimbrettakappa.
Eygló sér um jógakennslu alla daga og mun vera tour-guide hópsins.
Innifalið
5 daga brimbrettakennsla
Jógatímar alla daga
15 mín Thai nudd (Eygló)
15 mín Hawaiian nudd (local nuddari)
6 nátta bungaló gisting
5 herbergi – 2 saman í hverju herb
10 pláss í boði