AÐVENTUJÓGA – áskorun – Hjól
Aðventujóga
Taktu þátt í AÐVENTULEIK Yoga með Eygló og þú gætir staðið uppi sem sigurvegari!
Á hverjum mánudegi fram að jólum verður kynnt ný æfing vikunnar 🤸🙏
Fylgstu með á FB og insta: @yogamedeyglo
ÞÚ tekur þátt með því að pósta mynd af þér í stöðunni með hashtagginu #AÐVENTUJÓGA inn á FB eða Instagram. Notaðu ímyndunaraflið og leyfðu þér að vera skapandi með stöðuna og þú gætir staðið uppi sem sigurvegari!🏆🥇
Nýr sigurvegari tilkynntur á hverjum aðventu-sunnudegi!
VINNINGAR eru ekki af verri endanum: kort í jóga hjá Eygló, inneignir hjá Pure Deli og fatnaður frá Brandson!
Smelltu like við síðuna á FB og Instragram @yogamedeyglo , póstaðu myndinni þinni og fylgstu með!
Fjórði…
sunnudagur er líka Aðfangadagur! Næsti vinningshafi verður því valinn á Þorláksmessu. Frá og með núna og þangað til á miðnætti 22. des verður hægt að pósta mynd með hashtagginu #AÐVENTUJÓGA á Facebook eða Instagram. Sú eða sá sem póstar skemmtilegustu og/eða frumlegustu myndinni mun standa uppi sem sigurvegari.
AÐVENTUJÓGA VIKUNNAR: Hjól
Þessi staða reynir mikið á allan líkamann og útheimtir bæði mikinn líkamlegan styrk og liðleika um liðamót.
Hjól styrkir
- Handleggi
- Axlir
- Efra bak
- Rassvöðva
- Lærvöðva
- Kálfavöðva
Gæta skal sérstaklega að
- Úlnliðum
- Öxlum
Ef þessi svæði eru viðkvæm hjá þér, skaltu fara mjög varlega inn í stöðuna eða jafnvel sleppa henni alveg.
Mundu að anda eðlilega á meðan þú heldur stöðunni.
Nú er komið að þér!
- Komdu þér fyrir í stöðunni – vertu frumleg/ur en ekki taka neina áhættu 🙂
- Smelltu af mynd (eða biddu einhvern um að smella af fyrir þig)
- Póstaðu myndinni á Facebook eða Instagram með hashtagginu #AÐVENTUJÓGA
- Fylgstu með hvor þú standir ekki uppi sem sigurvegari!
Aðstoð?
Viltu heldur fá aðstoð kennara? Bókaðu Jakkafatajóga á vinnustaðinn eða komdu í jóga með Eygló á kvöldin í Víkurhvarfi 1, Kópavogi.