Paratími í jóga með Thai massage/ Jóganuddi
Paratími í jóga
Þann 8. des nk. mun Eygló bjóða í fyrsta sinn upp á parataíma í jóga þar sem bæði verður farið í jógaæfingar með félaga, en einnig verða grunnhandtök í thai yoga massage kennd.
Bókaðu pláss í tímanum >>hérna<<
Nóg er að skrá annan aðilann. Einungis pláss fyrir 9 pör.
Hvað: Paratími í jóga: Thai massage og Partner æfingar
Hvar: Víkurhvarfi 1, 203 Kópavogi – gengið inn undir ljósaskilti „Plié“
Hvenær: Föstudaginn 8. des kl 19:30-20:30
Hversu mikið: kr. 3.500 fyrir parið
Thai yoga massage
Svona tímar í jóga (Thai yoga massage) hafa sama tilgang og aðrir jógatímar: að auka vellíðan og bæta heilsu viðtakandans. Með aðstoð nuddarans og markvissri öndun er hægt að komast dýpra í jógateygjur en áður. Unnið er kerfisbundið með allan líkamann, ávallt með vellíðan viðtakandans í huga.
Viðtakandinn, sem er fullklæddur, hefur það eina hlutverk að slaka á, líkt og í nuddtíma. Þannig fær viðtakandinn góðar teygjur og slökun. Úr verður sérstakur jógatími; jógaflæði tveggja, þar sem annar er slakur og hinn er virkur.
Þú skráir þig og félagann sem þú vilt læra nuddið með. Saman munuð þið prófa þessi handtök á félaganum:
- nudda hendur
- nudda fætur
- liðka axlir og háls
- liðka mjaðmir
Jógaæfingar með félaga
Þetta eru æfingar sem útheimta traust og góð samskipti beggja þátttakenda.
Við byrjum á einföldum jógaæfingum sem hægt er að gera bak í bak til dæmis:
- stríðsmenn 1,2 og 3
- planka
- Þríhyrning
- stól
Færum okkur svo yfir í æfingar þar sem ekki endilega báðir aðilar eru í sömu stöðunni samtímis, eins og til dæmis
- tvöfaldur hundur
- frambeygja / baksveigja
og endum svo á að prófa jafnvægisæfingar þar sem annar aðilinn er svokallað „base“ og hinn er „flyer„. Þar sem bara annar aðilinn kemur við gólfið í einu. Þessar æfingar eru í persónulegu uppáhaldi hjá undirritaðri og útheimta mikla og góða samvinnu og ósvikið traust beggja.