Jógatímar í Kópavogi

jógatímar

Stríðsmaður 2

Jógatímar áfram inn í sumarið!

Vegna mikillar eftirspurnar hefur nú verið ákveðið að bæta við 4 vikum í jóga með Eygló í Kópavogi, kennt er til og með 13. júní. Jógatímarnir verða því áfram á dagskrá fram í júní.

Kennt er hefðbundið jóga með áherslu á flæði (hatha/vinyasa). Í hverjum tíma er farið í styrkjandi æfingar, liðleikaæfingar, öndun og slökun.
Hentar vel þeim sem vilja öðlast betri líkamsvitund og ná betri tökum á streitu.

Hvar: í húsakynnum Plié -balletskóla, Víkurhvarfi 1, 203 Kópavogi

Hvenær: Þri og fim 19:30-20:45 / 16. maí – 13. júní

Hversu mikið: 11.500 kr.

Teygðu þig með okkur inn í sumarið!

Skráning hérna Stundaskrá Yoga með Eygló