Að velja hentugan jógatíma

Vissir þú að nú getur þú droppað við í hatha jógatímum í Víkurhvarfi, Kópavogi? Þú einfaldlega bókar þig í tímann á netinu og tekur þannig frá pláss í salnum. Kíktu á tímana og bókaðu þig hérna Stundaskrá Yoga með Eygló

 

Það er gott að eiga kost á því að geta mætt í leiddan jógatíma. Þegar kemur að því að velja hentugan tíma og tímasetningu til að mæta  jógastöð er margt sem kemur upp í hugann. En sum atriði skipta meira máli þegar kemur að því að viðhalda reglulegri mætingu í jógatíma. Við erum auðvitað öll misjöfn og setjum ekki sömu hluti í forgang, en hér eru nokkur atriði sem hafa reynst mér vel við val á æfingatímum.

Hliðarplanki

Hliðarplanki

 

  1. Staðsetning. Það þarf að vera auðvelt fyrir þig að komast á staðinn þar sem tíminn er kenndur. Reyndu að hafa þetta eins hentugt og hægt er. Best væri ef jógastöðin er nálægt heimili eða vinnustað þannig að þú þurfir ekki að fara mikið úr leið til að mæta í tíma.
  2. Tímasetning. Veldu þér tímasetningu út frá hentugleika, það er líklegra að þú viðhaldir reglulegri mætingu í jóga. Ef þú, til dæmis, lendir reglulega í einhverju óvæntum uppákomum í vinnunni seinnipartinn sem gerir það að verkum að þú gætir misst af tíma seinnipartinn. Stefndu þá frekar að því að mæta í tíma að morgni til, eða á kvöldin. Jafnvel þó að það þýði að þú missir af tímanum sem þig langar mest til að mæta í.
  3. Njóttu. Veldu þér tíma sem þér líður vel með að mæta í, ef þér finnst hvorki gaman né gott að mæta í tímana er ólíklegt að þú haldir áfram að mæta reglulega. Þú þarft að finna nægilega áskorun í tímunum, án þess að finnast æfingarnar yfirþyrmandi erfiðar og óyfirstíganlegar. Kannski þarftu að prófa nokkra tíma til þess að komast að því hverskonar jóga hentar þér best. Kannski ert þú týpan sem vilt fara í krefjandi Hot Yoga tíma eða hlýlegan slökunartíma. Þú veist ekki nema prófa.
  4. Stuðningur. Það er ekki verra að hafa vin eða vinkonu sem sækir sömu tíma og þú. Það er líklegra að þið mætið betur, ekki síst vegna þess að þið sækið í félagsskapinn.
    Staða hundsins

    Staða hundsins

  5. Kostnaður. Ekkert er ókeypis og heilsuræktin er þar ekki undanskilin. Vertu viss um að þú sért sátt/ur við verðlagninguna áður en þú kaupir þér áskrift.

 

Mestu skiptir að hafa þetta einfalt og þægilegt þannig að það sé auðvelt að setja reglulega ástundun jóga inn í daglega eða vikulega rútínu.

 

Býrðu í Kópavogi, Breiðholti, Norðlingaholti eða Árbæ? Kíktu á jógatímana mína í Víkurhvarfi 1 í Kópavogi. Einfalt að taka frá pláss, engin skuldbinding. Kannaðu málið hérna 
Stundaskrá Yoga með Eygló